Bjargveiðimannafélag Vestmannaeyja hélt fund í Svölukoti síðasta laugardag. Þar voru mættir um fjörutíu félagar úr úteyjaveiðifélögum til að ræða tillögur svartfuglanefndarinnar svonefndu. Hlöðver Guðnason, formaður Veiðifélags Bjarnareyinga og Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja, hélt erindi á fundinum.