Veðrið lék við Eyjamenn þegar fé var smalað af Heimakletti síðustu helgi. Á milli 30 og 40 kindur voru á klettinum, að sögn Jóhanns Kristjánssonar áhugaljósmyndara. Átta manna hópur vaskra manna tók þátt í smöluninni. Að sögn Jóhanns er mikil list að smala fé á klettinum.