Hátíðarhöld með hefðbundnu sniði

Íslenski þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur sl. sunnudag. Hátíðarhöld voru með hefðbundnu sniði líkt og fyrri ár, fáni dreginn að húni og heimilisfólkið á Hraunbúðum heimsótt áður lagt var af stað frá Íþróttamiðstöðinni í skrúðgöngu. Á Stakkagerðistúni lék Lúðrasveit Vestmannaeyja nokkur vel valin lög, Ásmundur Friðriksson, Alþingismaður, flutti hátíðarræðu þar sem honum var m.a. tíðrætt um afrek Heimis Hallgrímssonar og íslenska landsliðsins í fótbolta. Að því loknu flutti fjallkonan hátíðarljóð en í ár var Thelma Lind Þórarinsdóttir í hlutverki hennar. Nýstúdentaávarp og fimleikasýning var að sjálfsögðu á sínum stað, að ógleymdu tónlistaratriði Unu Þorvaldsdóttur, Söru Renee og Jarls Sigurgeirssonar.

Myndir: Einar Kristinn Helgason
Myndband: Halldór B. Halldórsson

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.