Heildarfjöldi útkalla sjúkraflutningamanna í Árnessýslu árið 2006 var 1.391 eða 3,81 útköll á sólarhring að jafnaði. Árið 2005 voru sjúkraflutningamenn kallaðir út 973 sinnum sem eru að meðaltali 2,66 útköll á sólarhring. Aukningin nemur um 30 prósentum. Í samantekt Hsu segir að það skýrist að hluta til með því að 1. júní 2006 tók útkallslið sjúkraflutningamanna við sjúkraflutningum milli stofnana í rannsóknir og þess háttar og að almenningur er duglegri en áður að nýta sé þjónustu sjúkraflutningamanna.
Ekki var tiltakanlegur munur á fjölda útkalla eftir mánuðum eða vikudögum. Flest urðu útköllin í nóvember, 136, og fæst í janúar eða 88; flest á laugardögum og fæst á miðvikudögum.
Í 45 prósent tilvika voru sjúklingarnir fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi, í 28 prósent tilvika á slysadeild í Fossvogi í Reykjavík og í 18 prósent tilvika á bráðamóttökuna við Hringbraut í Reykjavík. Í öðrum tilfellum voru sjúklingarnir fluttir á heilsugæslustöðvarnar í nágrenni Selfoss.
Neyðarlínana boðar sjúkraflutningamenn í útköll eftir ákveðnu flokkunarkerfi sem tekur mið af mikilvægi útkallana.
F1: �?skað eftir sjúkraflutningamönnum í forgangi og að læknir sé hafður með í för.
F2: �?skað eftir sjúkraflutningamönnum í forgangi en ekki talin þörf á lækni
F3: �?skað eftir sjúkraflutningamönnum eins fljótt og unt er án forgangsF4: �?skað eftir sjúkraflutningamönnum ef ekkert annað bíður þeirra.
Á síðasta ári var um F1 útköll að ræða í 16 prósent tilvika, 20 prósent tilvika var F2, 33 prósent tilvika F3 og 31 prósent F4.
Flest útkallanna þar sem óskað var eftir hámarksforgangi, F1, áttu uppruna að rekja til Árborgar eða 44 prósent. Um 30 prósent í uppsveitum Árnessýslu, 13 prósent í Hveragerði og 13 prósent í �?orlákshöfn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst