Starfsmenn SS á Hvolsvelli hafa tekið á því með heilsusamlegum hætti síðan heilsuvika í Rangárþingi eystra var haldinn nú í haust. Þeir tóku þátt í heisluvikunni með því að bjóða upp á heilsufarsmælingar fyrir allt starfsfólk, allur matur í mötuneytinu var settur fram með næringargildisútreikningum, til þess að fólk gæti glöggvað sig á orkunni sem það væri að innbyrða.