Heimaey VE og Sigurður VE landa loðnu hjá Ísfélaginu
24. febrúar, 2016
Fyrsta loðnan á vetrarvertíðinni kom til Vestmannaeyja í fyrrinótt, þegar Heimaey VE kom að landi með 600 tonn sem veidd voru úti af Ingólfshöfða. �?etta kemur fram í frétt á vef R�?V. Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélagsins segir að loðnan sé góð og fari öll í vinnslu, hrognatöku eða frystingu. Sigurður VE kom til Eyja í morgun með rúmlega 700 tonn af loðnu.
Stefán segir að mikil áhersla sé lögð á að koma með hæfilegt magn að landi og nýta aflann sem allra best. �?ó Ísfélagið eigi fimmtung kvótans á vetrarvertíð, séu það ekki nema um 20 þúsund tonn og mikilvægt sé að sem mest fari í vinnslu. Loðnan verði öll seld til Japans og �?kraínu, hrognin séu kreist úr hrygnunum og fari á Japansmarkað og hængarnir frystir og seldir til �?kraínu.
Fiskifréttir greindu frá.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst