Heimaey VE seld til Noregs
Heimaey VE TMS 20210304 085721
Heimaey VE siglir hér inn innsiglinguna til Eyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ísfélag hf. hefur selt Heimaey VE til norska félagsins Andrea L AS. Skipið mun halda í síðasta sinn úr heimahöfn í Eyjum í kvöld. Áfangastaðurinn er Maloy en þar verður skipið afhent norskum kaupendum í næstu viku.

Heimaey var smíðuð fyrir Ísfélagið og var afhent félaginu árið 2012. Skipið var smíðað í skipasmíðastöðinni Asmar í Chile. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðastjóra Ísfélagsins hefur skipið reynst vel á allan hátt þau 13 ár sem það hefur verið gert út.

Hann segir aðspurður að áhöfn Heimaeyjar muni færast yfir á nýtt skip félagsins, uppsjávarskipið Pathway sem verður afhent í lok maí í Skagen í Danmörku. Stefnt að því að koma nýja skipinu heim – sem mun fá nafnið Heimaey – fyrir sjómannadag.

Eyjafréttir gera sögu Heimaeyjar betri skil hér á vefnum á næstu dögum.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.