Ísfélag hf. hefur selt Heimaey VE til norska félagsins Andrea L AS. Skipið mun halda í síðasta sinn úr heimahöfn í Eyjum í kvöld. Áfangastaðurinn er Maloy en þar verður skipið afhent norskum kaupendum í næstu viku.
Heimaey var smíðuð fyrir Ísfélagið og var afhent félaginu árið 2012. Skipið var smíðað í skipasmíðastöðinni Asmar í Chile. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðastjóra Ísfélagsins hefur skipið reynst vel á allan hátt þau 13 ár sem það hefur verið gert út.
Hann segir aðspurður að áhöfn Heimaeyjar muni færast yfir á nýtt skip félagsins, uppsjávarskipið Pathway sem verður afhent í lok maí í Skagen í Danmörku. Stefnt að því að koma nýja skipinu heim – sem mun fá nafnið Heimaey – fyrir sjómannadag.
Eyjafréttir gera sögu Heimaeyjar betri skil hér á vefnum á næstu dögum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst