,,Ef við aðskiljum stigið frá frammistöðunni sem var mjög góð, við endurspegluðum þau gildi sem við viljum standa fyrir,�?? sagði Heimir Hallgrímsson annar af þjálfurum Íslands við
433.is í dag.
Liðið er byrjað að undirbúa sig fyrir leikinn við Ungverjaland eftir stig gegn Portúgal í gær
,,Mikil vinnusemi, dugnaður og agi og skipulag allan tímann. Ef við ætlum að gera eitthvað í þessu móti þá verðum við að hafa það allan tímann.�??
Ef Ísland vinnur Ungverjaland eða Austurríki er nánast öruggt að liðið fari í 16 liða úrslit.
,,�?að ætti að duga, fyrirfram var þetta sterkasta liðið í riðlinum. Stigið telur ekkert ef það er eitt og sér.�??