Vegna veðurs hefur helgistund, sem átti að vera í dag klukkan 14:00 í Kirkjugarði Vestmannaeyja, verið aflýst. Klukkan 10:00 í morgun var 32 metra meðalvindhraði á Stórhöfða en vindhraðinn fór upp í 40 metra á sekúndu í mestu hviðunum. Kirkjuhald á aðfangadag heldur sér hins vegar að öðru leyti en hér að neðan má sjá dagskrá Landakirkju, Hvítasunnukirkju og Aðventkirkju yfir jólahátíðina.