Henrik Máni á láni til ÍBV
Henrik Máni Hilmarsson (1000 x 667 px) (2)
Henrik Máni Hilmarsson. Samsett mynd

Knattspyrnumaðurinn Henrik Máni Hilmarsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Í tilkynningu frá félaginu segir að Henrik sé 21 árs varnarmaður sem komi til með að styrkja ÍBV í öftustu línu.

Henrik hefur komið við sögu í leikjum Stjörnunnar síðustu tvö tímabil, bæði í deild og í úrslitakeppni efri hlutans, þá var hann á láni hjá KFG og gerði vel þegar liðið var nálægt því að komast upp úr 3. deildinni árið 2022. Hann var lykilmaður í liði Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í 2. flokki karla árið 2021.

Knattspyrnudeildin býður Henrik velkominn til félagsins og hlakkar til samstarfsins við hann.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.