Nú er Herjólfur að leggjast að bryggju, rúmum tveimur klukkustundum eftir áætlaðan komutíma enda haugasjór vegna óveðursins sem geysar nú víða um land. Klukkan er hins vegar orðin rúmlega fimm og því spurning hvort hásetar, bátsmenn og þernur um borð hafi hætt klukkan fimm eins og verkfallsboðun Sjómannafélags Íslands kveður á um. �?ar segir að viðkomandi starfsmenn vinni ekki frá klukkan 17:00 síðdegis til 8:00 morguninn eftir.
�??�?að lak úr lifrargámi á bíladekki á leiðinni til �?orlákshafnar og því varð að þrífa bíladekkið áður en bílum var hleypt inn í skipið á ný,�?? sagði Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs. �??Auk þess er slæmt sjóveður og skipið var um fjóra tíma á siglingu til Eyja.�??
Varðandi þá starfsmenn sem eru í verkfalli eða yfirvinnubanni sagði Gunnlaugur að viðkomandi starfsmenn ljuku sinni vinnu við þessa ferð en mæti seinna til vinnu á morgun. Ferð Herjólfs kemur því til með að seinka í fyrramálið en ekki liggur fyrir hversu lengi ferðinni seinkar.
UPPF�?RT
Ferð Herjólfs í fyrramálið verður 9:15. Brottför frá �?orlákshöfn verður 12:30.