Herjólfsbær vaknar til lífsins
6. september, 2022

Elsku Vestmannaeyingar, nú er sýningin okkar, Líf í Herjólfsdal loksins tilbúin og erum við virkilega spennt að sýna ykkur hana. Nú er sumarið senn á enda og ferðamannastraumurinn að minnka, því mun bærinn ekki opna í fullri mynd fyrr en næsta vor, þá stefnum við að hafa bæinn opinn frá kl. 10:00- 17:00 alla daga og verður aðgangseyri stillt í hóf. Þó verður hægt að bóka opnun fyrir hópa.

Öllum boðið að skoða!
Við viljum bjóða öllum Vestmanneyingum að koma og skoða bæinn frítt dagana 13.-16. september frá kl. 13:00 -17:00, því þetta er jú bærinn okkar allra og snertir okkur öll.

Hugmyndin spratt upp hjá okkur fyrst fyrir um 3 árum síðan, bærinn var að grotna niður og okkur fannst það algjör synd að þessi fallegi bær fengi ekki að njóta sín betur. Við fórum þá á stúfana og leituðum að því hver ætti Herjólfsbæ og kom þá í ljós að Lista og Menninagrfélagið átti bæinn og var í því ferli að gefa Vestmannaeyajbæ húsið. Það ferli tók um 2 ár, svo þurfti að bjóða út rekstur Herjólfsbæjar og sóttum við þar um og vorum svo lánsöm að vera valin.

Ótrúleg saga
Sagan um Herjólf og Vilborgu finnst okkur vera allveg hreint ótrúleg, enda var Herjólfur fyrsti Vestmananeyingurinn og hér erum við með ferjuna Herjólf, Herjólfsgötu, Herjólfshöllina og Herjólfsdal, en ekki allir vita af hverjum er nafnið komið, þá sérstaklega unga kynslóðin okkar. Þessv egna langaði okkur að koma sögu Herjólfs til lífs og búa til sýningu í kringum hann og hans fjölskyldu.

Við lögðumst í heilmikla rannskóknarvinnu og kynntum okkur þennan tíma út og inn og hvernig fólk lifði á þessum tímum, fórum í skoðunarferðir á sambærilega staði og leituðum ráða hjá sagnfræðingum sem hjálpuðu okkur helling við hönnunina.

Tilgátusýning
Það er vissulega ekki mikið ritað um Herjólf og Vilborgu og því er þessi sýning tilgátusýning eins og bærinn sjálfur, en samt sem áður möguleg, út fá heimildum og staðreyndum sem uppi hafa verið. Við ákváðum að hanna sýninguna með gleði og húmor í fyrirrúmi og hafa þetta gaman en vissulega segja hlutina hreint og beint eins og þeir voru. Því jú það var mjög erfitt að vera uppi á þessu tíma og í raun algjör einsemd.

Næstu skref í samstarfi við GRV
Sýningin er hönnuð og byggð upp af okkur hjónunum og börnunum okkar tveimur og hefur verkefnið átt hug og hjörtu fjölskyldunnar síðastliðin ár. Verkefnið er búið að vera krefjandi en mjög skemmtilegt og langar okkur að stækka söguna á hverju ári með því að koma með nýjan víking sem var uppi á þessum tíma inní Herjólfsbæ. Það er verkefni sem okkur langar til þess að vinna í smá samvinnu með Grunnskóla Vestmannaeyja. Að kveikja áhugann hjá krökkunum og fá þau til þess að finna frægan víking frá þessum tíma, jafnt íslenskan sem evrópskan og skapa hann, hvernig leit hann út, afhverju var hann frægur, hver er sagan hans?

Við munum svo í kjölfarið láta búa hann til og skapa sögu í kringum hann/hana og koma honum upp í Herjólfsbæ.

Við erum virkilega þakklát fyrir að hafa verið valinn í þetta verkefni og okkur þykir mjög vænt um það traust sem Bæjarstjórn og Vestmannaeyingar hafa sýnt okkur.

Takk fyrir þolinmæðina, takk fyrir traustið og takk fyrir að trúa á okkur.

Vonandi líkar ykkur sýningin og hafið gaman af þessu.

Með ást frá Eyjatours fjölskyldunni

Einar Birgir, Íris Sif, Aþena Rós og Baltasar Þór.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst