Heimsigling Herjólfs gengur vel. Á vefnum marinetraffic.com má sjá staðsetningu allra skipa og þar á meðal Herjólfs sem var í morgun útaf Stavangri í Noregi og siglingarhraðinn var 15.3 sjómílur. Reiknað er með Herjólfur verði kominn til Eyja á laugardaginn og geti farið í áætlunarsiglingar á sunnudag ef allt gengur eftir.