Herjólfur siglir aftur til �?orlákshafnar í dag, mánudag, líkt og gert var í gær, sunnudag. 3,2 metra ölduhæð var við Landeyjahöfn klukkan 6:00 í morgun og því ófært þangað. Siglingin í gær gekk ekki eins og áætlað var því Herjólfur sat fastur í �?orlákshöfn fram eftir degi. Halda átti aftur til Eyja um hádegi en skipið lagði ekki af stað fyrr en klukkan sex síðdegis og því var aðeins farin ein ferð í gær. Samkvæmd tilkynningu frá Herjólfi eru allar líkur á því að farin verði önnur ferð til �?orlákshafnar í dag en tekin verður endanleg ákvörðun með það síðar í dag. Herjólfur mun svo sigla frá �?orlákshöfn til Eyja klukkan 11:45.