Herjólfur kominn á flot á ný
Herjólfur var sjósettur í dag, mánudag en unnið hefur verið að endurbótum á ferjunni síðustu tvær vikur eða svo í skipasmíðastöð í Landskrona, Svíþjóð. Meðal annars var komið fyrir þili á bíladekki, hálfgerðri vængjahurð til að uppfylla evrópureglur um farþegaferjur. Auk þess er stefni skipsins rúnað, slingubretti á síðunum framlengd um sex metra auk hefðbundinnar viðhaldsvinnu. Áætlunin var að sjósetja skipið að nýju í dag og hafa því áætlanir gengið fullkomnlega eftir. Siglingin út tók rúma þrjá sólarhringa og ef brottför verður í kvöld, ætti skipið að vera komið til Eyja í lok vikunnar. Breiðafjarðarferjan Baldur hefur leyst Herjólf af hólmi en Baldur hefur reynst vel á siglingaleiðinni milli Eyja og Landeyjahafnar.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.