Áætlun Herjólfs breyttist lítillega í kvöld. Í stað þess að fara úr Landeyjahöfn klukkan 20:30 eins og áætlun segir til, var farið af stað til Eyja klukkan 20:00. Þegar búið var að losa skipið í Eyjum var farin aukaferð upp í Landeyjahöfn en þetta var gert til að koma öllum þeim sem áttu pantað og voru á biðlista í kvöld, til Eyja.