Herjólfur siglir ekki seinni ferð sína til Þorlákshafnar í dag vegna veðurofsans. En mikið hvassvirði er í Eyjum og hviður upp í 40 m/s á Stórhöfða. Veðrið á að ganga niður í kvöld og nótt, þannig gert er ráð fyrir að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar samkvæmt áætlun í fyrramálið