Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar út nóvembermánuð eða fram til miðvikudagsins 30. nóvember. Ástæðan er dýpi í Landeyjahöfn og óhagstæð ölduspá næstu viku, eftir því sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip. Herjólfur hefur meira og minna siglt til Þorlákshafnar í mánuðinum, nema í upphafi mánaðarins þegar skipið fór nokkrar ferðir í Landeyjahöfn.