“�?g reyndi eins og ég gat til að ná þessum leik en því miður var ég ekki klár í slaginn. �?g æfði með liðinu í vikunni og í æfingaferðinni til Spánar þar á undan, en það kom bakslag hjá mér og þetta gekk ekki upp. �?g verð að gefa hnénu frið í einhverja daga, það þarf hvíld og ég hef djöflast of mikið á því,” sagði Hermann við Morgunblaðið.
Charlton leikur annan mikilvægan fallbaráttuleik um næstu helgi, gegn Watford. Hermann kvaðst vonast eftir því að vera orðinn heill heilsu fyrir þann leik.
www.mbl.is greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst