Hermann og James til Portsmouth?
1. desember, 2013
Hermann Hreiðarsson og David James sem stýrðu ÍBV í sumar hafa sótt sameiginlega um knattspyrnustjórastöðuna hjá enska félaginu Portsmouth. Portsmouth leitar nú að nýjum stjóra eftir að Guy Whittingham var rekinn og Richie Barker og Martin Allen hafa verið orðaðir við starfið. Sunday Mirror fullyrðir í dag að Hermann og James hafi lagt inn sameiginlega umsókn um starfið. Hermann tók við liði ÍBV síðasta haust og réði James sér til aðstoðar. Báðir spiluðu þeir með liðinu líka þó Hermann hafi gert minna af því. �?eir hættu svo hjá félaginu í haust. Hermann og James spiluðu báðir með Portsmouth á sínum tíma en eins og frægt varð bauðst Hermann til að spila frítt fyrir félagið á síðasta ári. Hann kom svo á góðgerðarleik milli ÍBV og Portsmouth í vor til að styrkja enska félagið í fjárhagsörðuleikum.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst