Hermann Hreiðarsson skoraði fyrsta mark ensku bikarmeistaranna í Portsmouth í kvöld þegar þeir sigruðu Swindon Town, 3:1, í æfingaleik sem fram fór í Swindon. Hermann skoraði markið á 36. mínútu og jafnaði þá metin, 1:1. Skömmu áður átti hann mikinn þrumufleyg af 30 metra færi sem markvörður 2. deildarliðsins varði naumlega í horn. Hermann kom líka í veg fyrir að Swindon næði tveggja marka forystu rétt áður en hann jafnaði metin þegar hann komst fyrir skot sóknarmanns Swindon sem var í dauðafæri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst