Hermann Hreiðarsson, varnamaður Portsmouth, gæti verið frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla. Hermann fór meiddur af velli í 2-0 tapi gegn Manchester City á 26. mínútu leiksins. Hann á við meiðsli á hásin að stríða og hefur verið að glíma við þau í nokkurn tíma.