Hermann með slitna hásin?
27. mars, 2010
Flest bendir til þess að Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hafi slitið hásin í fæti í leik Portsmouth gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, talaði meira um meiðsli Hermanns en sigur sinna manna í leikslok. Hermann var borinn sárþjáður af velli í seinni hálfleiknum á White Hart Lane og þurfti að fá súrefni á vellinum.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst