Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson er þriðji besti leikmaður íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Bestur var markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson og næstbestur Kristján Örn Sigurðsson, félagi Hermanns í hjarta varnarinnar. Fréttablaðið kemst að þessari niðurstöðu miðað við einkunnargjöf blaðsins.