Hin árlega jólasýning Fimleikafélagsins Rán fór fram í gær fyrir fullum sal í íþróttahúsinu. Sex hópar á aldrinum 6-15 ára tóku þátt í sýningunni og sýndu fjölbreytt og skemmtileg atriði.
Leikarar úr Dýrunum úr Hálsaskógi sáu um að kynna sýninguna og svo voru foreldrar nokkurra nemenda kallaðir á svið til að keppa í boðhlaupi á móti börnunum sínum. Atriðið vakti mikla gleði og hlátur í salnum, enda fengu börnin tækifæri til að sýna foreldrunum hvernig á að standa sig í fimleikum.
Allir hóparnir sameinuðust svo í stórum dansi í lok sýningarinnar og að því loknu mættu jólasveinar að heilsa upp á krakkana.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst