ÍBV mætti í gærkvöldi HK á útivelli. Eyjamenn fyrir leikinn um miðja deild en HK í næstneðsta sæti. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan í leikhléi 13-12 heimamönnum í vil. Þegar líða fór á síðari hálfleikinn jókst munurinn og lítið gekk upp hjá ÍBV. fór svo að HK vann öruggan átta marka sigur. Lokatölur 32-24.
Með sigrinum lyfti HK sér upp úr fallsæti, eru í tíunda sæti með sjö stig. ÍBV er áfram í sjötta sæti með 11 stig. Markahæstir í Eyjaliðinu voru þeir Andri Erlingsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson með sex mörk hvor. Næsti leikur ÍBV er á heimavelli gegn Val næstkomandi laugardag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst