Á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags er það ítrekað að hljóðfæraleikur sé bannaður í Frostaskjólinu, heimavelli KR-inga og gildir það um alla áhorfendur á vellinum. Þessi regla hefur verið virk síðustu þrjú ár hjá KR. Eyjamenn hafa undanfarin ár teflt fram stuðsveitinni Stalla-Hú þegar mikið liggur við og spurning hvort regla KR-inga hafi á sínum tíma verið sett til höfuðs sveitinni. Stuðningsmenn ÍBV verða því að þenja raddböndin í staðin og klappa í takti við hrópin.