Tíu stærstu útgerðir landsins ráða 52,8% heildarkvótans. Er það örlítið meira en í maí þegar Fiskistofa gaf síðast út lista yfir stærstu útgerðirnar.
HB Grandi hf. er sem fyrr kvótahæsta félagið, með liðlega 11% heildarkvótans, heldur minna en í vor.
Fiskistofa hefur reglulegt eftirlit með kvóta stærstu handhafa aflaheimilda og eignatengslum þeirra og gefur út lista um 100 stærstu útgerðirnar með aflahlutdeild.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst