Í dag hljóp Hlynur Andrésson í 5.000 metra á Smáþjóðaleikunum. Hann gerði sér lítið fyrir og kom fyrstur í mark á 14.45,94 mínútum.
Marcos Sanza Arranz frá Andorra var annar á 14.48,94 og Pol Mellina frá Lúxemborg endaði í þriðja sæti á 15.15,52 mínútum en aðeins fjórir hlauparar tóku þátt í greininni.