Hlynur og Gunnar mætast í kvöld
1. febrúar, 2013
Í kvöld, klukkan 19:30 fer fram úrslitaleikur í sterkasta snókermóti sem haldið er ár hvert í Eyjum, Olísmótinu. Mótið er í raun sveitakeppni á milli Akóges, Kiwanis og Oddfellow en auk þess einstaklingsmót þar sem stigahæstu einstaklingarnir mætast í úrslitum. Í gær áttust við knattspyrnukapparnir fyrrverandi Hlynur Stefánsson úr Kiwanis og Albert Sævarsson úr Oddfellow í undanúrslitum. Hlynur hafði betur 3:2 og mætir Gunnari Friðfinnssyni, úr Akóges í úrslitaleik.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst