Samkvæmt samningi ríkisins við pólsku skipasmíðastöðina Crist í Póllandi verður ný Vestmannaeyjaferja tilbúin um mitt sumar 2018. �?að voru vegamálastjóri og fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist sem undirrituðu samninginn á fyrstu dögum ársins.
Fulltrúar stöðvarinnar hafa lýst því yfir að þeir muni nú þegar hefjast handa við smíðina. Einhvern tíma tekur að koma skipinu heim og útbúa það en Vegagerðin gerir ráð fyrir að skipið verði komið í gagnið fyrir �?jóðhátíð 2018. Tilboð Crist var 26,2 milljónir evra, sem svarar til liðlega 3,1 milljarðs króna á núgildandi gengi.
Mikið hefur verið rætt um nýja ferju og sitt sýnist hverjum. Andrés �?orsteinn Sigurðsson, lóðs í Vestmannaeyjum sem sæti á smíðanefnd kannast við umræðuna sem hann segir á köflum ósanngjarna og stundum beinlínis ranga. �??�?að er mikið spjallað á samfélagsmiðlunum og það er einkverskonar múgæsingur á ferðinni eins og t.d. á �??Teldu bílana�??. Ef talið er sést að það eru bara tvö af þremur rýmum með fólksbílum því það er alltaf annar fluttningur með. En ef svo ólíklega vildi til að aðeins væru fólksbílar á bryggjunni þá tekur skipið 73 bíla sem er 15 til 20 bíla meira en Herjólfur gerir af C flokki bíla (t.d. VW Golf) og það er rýmra um hvern bíl,�?? segir Andrés og hann segir nýja ferju verða gott skip.
�??Skipið er hannað til að glíma við mjög erfiðar aðstæður af sama fólki og hannaði Herjólf sem nú siglir. �?etta fólk hefur meiri reynslu í dag en fyrir 25 árum og einnig hefur orðið mikil þróun í búnaði skipa. �?að benda allar prófanir til þess að nýja skipið sé mjög gott í sjó. �?að eru vanir sjómenn að spyrja hvort skipið geti siglt til �?orlákshafnar sem er ótrúlegt. �?að getur enginn maður horft á teikningu af skipi og sagt hvernig það hagar sér í vondu veðri. �?að er mikið sagt um skipið sem er ekki rétt, af fólki sem veit ekkert um málið,�?? bætti Andrés við.
Hagstæðast eftir að Norðmenn hættu við
�??Að teknu tilliti til allra þátta reyndist tilboð þeirra hagstæðast eftir að norsk skipasmíðastöð féll frá sínu tilboði. Nýja ferjan mun rista mun grynnra en gamli Herjólfur og þannig geta siglt mun oftar í Landeyjahöfn,�?? segir á heimasíðu Vegagerðarinnar.
�?ar segir einnig: �??Meginmarkmið með nýrri Vestmannaeyjaferju er að bæta samgöngur milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar, einkum við erfið vetrarskilyrði. �?ær áskoranir sem við er að eiga eru grunnsævi, há tíðni af þungri úthafsöldu, hliðarstraumur og mikill vindur. Til að ráða við þessar aðstæður þarf ný ferja að vera eins grunnrist og mögulegt er, en jafnframt þarf að tryggja stjórnhæfni hennar við þessar aðstæður.�??
Kröfurnar sem gerðar eru
Markmið með hönnuninni er að ferjan ráði við dýpi á stórstraumsfjöru, 4,5 m (meðaldýpi 6,0 m) í innsiglingunni og 5,0 m (meðaldýpi 6,5 m) á rifi þar fyrir utan, 3,5 m háar úthafsöldur með sveiflutímann 5 �?? 12 sek., hliðarstraum allt að 3 m/s og 10 mínútna meðalvind að 22 m/s.
Nýja ferjan á að ráða við að halda uppi samgöngum við aðstæður við Landeyjahöfn, þó þannig að þegar öldurnar eru mjög langar, og 3,5 m eða hærri, getur skipið ekki siglt á háfjöru og sæta þarf sjávarföllum.
Ný Vestmannaeyjaferja er 69,38 m löng, 15,1 m á breidd og ristir 2,8 m. Flutningsgeta: er 73 fólksbílar og 390 farþegar plús 150 tímabundið. Siglingahraði er 15,5 hnútar og er hún knúin af þremur 1230 kW dísil rafölum og skrúfurnar eru tvær 1.700 kW �??azipull�?? skrúfur.
�??Notast er við tvinntækni og eru skrúfurnar knúnar áfram af rafmótorum sem fá afl sitt frá rafölunum og rafgeymum eftir því sem hagkvæmast er hverju sinni. Fyrirkomulagið sparar um 30% miðað við orkunotkun Herjólfs og býður upp á frekari olíusparnað í framtíðinni með því að stækka rafhlöður og að nýta landrafmagn til hleðslu þeirra eftir því sem hagkvæmt kann að þykja í framtíðinni,�?? segir á heimsíðu Vegagerðarinnar.