Hópforeldrafundir um starf GRV
21. október, 2013
Kæru foreldrar og forráðamenn
�?á er komið að hinum árlegu hópforeldrafundum. Eins og í fyrra geta foreldrar valið á milli tveggja dagsetninga �?? sjá neðar �?? og geta foreldrar mætt óháð aldri barna sinna. Athugið að fundirnir verða alveg eins og því er nægilegt að mæta á annan fundinn.
Töluverð gerjun er að eiga sér stað í öllu skólastarfi um allt land (sjá Kastljós s.l. fim.) og svo er einnig hjá okkur. Við ætlum því að nota fundinn til kynna það helsta. Fundirnir hefjast með tveimur stuttum kynningum. Unnið hefur verið markvisst að innleiðingu nýrrar aðalnámskráar í skólanum. Námsmatið er þar mest áberandi þessa stundina og mun birtast foreldrum í lok haustannar með mjög breyttu sniði. Foreldrafélagið ætlar vera með stutta kynningu á félaginu eins og á síðasta ári og vera með stutt innlegg varðandi �??hollt og gott nesti�??.
Foreldrar/forráðamenn velja á milli nokkurra málstofa/kynninga á ýmsum þátttum skólastarfsins. Málstofurnar eru 20 mínútur og keyrðar tvisvar sinnum �?? svo allir geta komist í tvær.
�?að sem verður boðið upp á:
1. Olweusar áætlunin gegn einelti.
2. Spegluð kennsla , hvað er það?
3. Pals �?? lestraraðferðin, hvernig virkar hún?
4. Íþróttaakademía Grunnskólans og ÍBV-íþróttafélags.
Dag- og tímasetningar fundanna eru eftirfarandi:
22. okt kl. 20:00 �?? 21:30 í Hamarsskóla og 30. okt kl. 17:30 �?? 19:00 í Barnaskólanum.
Vonum að sem flestir mæti og við hlökkum til að sjá ykkur.
Bestu kveðjur
Stjórnendur
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst