Ekki verður betur séð en að ákveðinn hópur fólks hafi séð lögreglunni fyrir verkefnum um helgina. Þannig hafði lögregla afskipti af manni sem réðist á annan með hafnarboltakylfu. Vinur árásarmannsins reyndi svo að bæta um betur gegn fórnarlambinu sem flúði. Ökumaður var svo hlaupinn uppi grunaður um ölvun við akstur en einstaklingar sem voru í slagtogi með honum, höfðu áður viðurkennt innbrot í verslunina Kjarval. Um þetta má lesa í dagbókarfærslu lögreglunnar.