Frá Herjólfi yfir til Laxey
Hörður Orri Grettisson. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Hörður Orri Grettisson hefur verið ráðinn sem fjármálastjóri Laxey. Hörður Orri er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig lokið meistaragráðu í hagfræði frá Viðskiptaháskólanum í Árósum.

Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og hefur m.a. starfað hjá Ísfélagi Vestmannaeyja sem forstöðumaður hagdeildar, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags og nú síðast sem framkvæmdastjóri Herjólfs. Hörður Orri mun hefja störf eftir að hann klárar uppsagnarfrest sinn við Herjólf. Við bjóðum hann velkomin í Laxey teymið og hlökkum til samstarfsins, segir í tilkynningu frá Laxey.

Nýjustu fréttir

Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.