Grönholm, Solberg og Loeb börðust um toppsætið fram á miðjan annan keppnisdag. Solberg missti þá Subaru bíl sinn útaf og tapaði 15 mínútum. Hann sá ekki ástæðu til að halda keppninni áfram heldur vildi hann spara bílinn fyrir mótið í Noregi um næstu helgi. Á sama tíma valdi Loeb vitlaus dekk undir Citröeninn og tapaði rúmlega hálfri mínútu í keppni við Grönholm. �?egar öðrum keppnisdegi var lokið hafði Loeb sætt sig við annað sætið. Grönholm gaf þó ekkert eftir á toppnum og lauk keppni af fádæma öryggi.
Mikko Hirvonen átti í harðri keppni um þriðja sætið við Toni Gardemeister og Henning Solberg. Áföll Gardemeisters og Solberg tryggðu Hirvonen bronsið, Solberg varð fjórði en Gardemeister datt niður í 6. sæti á eftir Daniel Carlsson eftir að drifskaft fór í Lancernum.
Manfred Stohl og Chris Atkinson tóku síðustu stigin en Ástralinn var í góðri stöðu í 5. sæti þegar hann fór útaf, tapaði dýrmætum tíma og féll niður í 8. sæti.
Loeb leiðir nú stigakeppni ökumanna með 18 stig en Grönholm fylgir honum fast á eftir með 16 stig. Ljóst er að þeir eru í sérflokki og munu berjast hart um heimsmeistaratitilinn. Petter Solberg er einn fárra sem getur keppt við þá, en þarf þá að sýna meiri stöðugleika í mótum ársins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst