Sérstök áhersla verður lögð á hreinsun svæða austan við Sorpeyðingarstöðina, hafnarsvæði og Eiði.
Varðandi lóðir fyrirtækja og einstaklinga er minnt er á að lóðarhafar eru skyldugir til að halda lóðum sínum snyrtilegum. Í gr. 18 og 20 í reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 er kveðið á um hreinlæti mannvirkja og lóða, þar segir svo �? Eigandi eða umráðamaður húss eða mannvirkis skal halda eigninni hreinni og snyrtilegri ásamt tilheyrandi lóð og girðingum, þannig að ekki valdi öðrum ónæði. Bannað er að skilja eftir, flytja, dreifa eða geyma hluti, búnað eða tæki á þann hátt að valdið geti skaða, mengun eða lýti á umhverfinu. �?etta gildir jafnt um smærri sem stærri hluti. �?eir sem annast flutninga á almannafæri, skulu haga þeim þannig að ekki valdi óþrifnaði. �?
�?eir sem vilja grípa tækifærið og láta fjarlægja málmhluti nú er bent á að hafa samband við Frosta Gíslason, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, umhverfissvid@vestmannaeyjar.is sem veitir nánari upplýsingar en einnig eru veittar upplýsingar á vefnum http://www.vestmannaeyjar.is/
http://www.vestmannaeyjar.is/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst