Hrognavinnsla loðnu er hafin í Vestmannaeyjum. Í gær var landað þar 1000 tonnum úr Álsey, skipi Ísfélags Vestmannaeyja. Áður hafði annað skip félagsins, Guðmundur, fryst um 850 tonn. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins, segir að loðnan sem landað var í gær sé hæf til hrognavinnslu, enn séu þó nokkrir dagar í að gæði hennar uppfylli kröfur á Japansmarkaði.