Miðað við veiðireynslu síðustu þriggja ára í makríl, er Huginn VE 55 með mesta veiðireynslu íslenskra skipa eða um 18 þúsund tonn. Þetta kemur fram í samantekt Fiskfrétta. Huginn VE er einnig það íslenska skip, sem lagt hefur sig mest fram um að vinna aflann um borð.