Jón Hjartarson, formaður bæjarráðs, segir endanlega ákvörðun um að hætta við sölu á íbúðunum níu ekki hafa verið tekna en segir málið verða afgreitt við gerð fjárhagsáætlunar sem nú stendur yfir.
Á bæjarráðsfundi 29. desember síðastliðinn lagði Snorri Finnlaugsson Sjálfstæðisflokki lagði fram eftirfarandi bókun vegna sérstakra húsaleigubóta. �?Með því að fresta að greiða sérstakar húsaleigubætur er verið að hafa þessar bætur af þeim sem síst skyldi og búnir voru að gera sér væntingar um þær.�?
Margrét K. Erlingsdóttir Framsóknarflokki svaraði fyrir hönd meirihlutans með eftirfarandi bókun: �?Ákvörðun um frestun á gildistöku sérstakra húsaleigubóta er í samræmi við frestun á afgreiðslu fjárhagsáætlunar samkvæmt heimild félagsmálaráðuneytisins, vegna ársins 2007.�?ar sem fjárhagsáætlunin hefur ekki verið afgreidd telur meirihlutinn að það væri óábyrg fjármálastjórnun að hefja nú greiðslur á nýjum útgjaldalið.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst