Í kvöld fór fram lokahóf KSÍ en hápunktur kvöldsins er verðlaunaafhending. Karlalið ÍBV lék í úrvalsdeild og einn leikmaður liðsins komst alla leið í lið ársins. Það var enski bakvörðurinn James Hurst sem kom eins og stormsveipur inn í íslensku deildina og er nú á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu WBA.