Húsið Fell fær nýtt útlit
24. júlí, 2012
Húsið Fell við Vestmannabraut 34 er að ganga í endurnýjun lífdaga. Húsið er byggt árið 1907 og því eitt af elstu húsum Eyjanna. Eigendur þess, hjónin Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir og Magnús Eggertsson höfðu hug á að endurbyggja húsið og stækka. En þar sem það er meira en 100 ára lýtur það reglum húsafriðunar, – má ekki rífa það. Þau tóku því gamla húsið af sökklinum, vegg fyrir vegg og eru nú að byggja nýjar undirstöður. Húsið verður stækkað mikið og hækkað. Það litla sem nothæft er úr gamla húsinu verður síðan hluti af því nýja. Þarna rís nánast nýtt Fell, stórt og glæslegt. Halldór Halldórsson myndaði framkvæmdirnar um síðustu helgi.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst