Á hverju ári bíða Eyjamenn ætíð með eftirvæntingu eftir nýju �?jóðhátíðarlagi. Lag hvers árs er ómissandi hluti af hátíðinni sjálfri og fólk hefur ávallt miklar skoðanir á hverju lagi. Sumir eru ánægðir við fyrstu hlustun á meðan aðrir þurfa nokkrar hlustanir til þess að venjast lögunum. �?jóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2016, Ástin á sér stað, var frumflutt í morgun. Að því tilefni fórum við á stúfana og fengum álit nokkurra Eyjamanna á laginu í ár.
Leó Snær Sveinsson
�?að fyrsta sem við gerðum í Landsbankanum í morgun varð að hlusta á �?jóðhátíðarlagið 2016 öll saman. Við vorum öll sammála um að þetta er frábært lag.
Lagið er grípandi og þægilegt. �?að fangar stemminguna sem ríkir í dalnum á þjóðhátíð. �?að ver klárlega gæsahúðarstund þegar Herjólfsdalur tekur undir þetta lag allur lýstur upp í blysum á sunnudagskvöldinu.
Guðbjörg Helgadóttir
,,�?etta er náttúrulega bara alveg dásamlegt eins og allt sem Dóri gerir. Hann nær alltaf að snerta mann í hjartastað og framkalla gæsahúð á stöðum sem maður er ekkert endilega meðvitaður um. Hann hefur undanfarin ár smollið inní Eyjasamfélagið og hann skilur hvað það er sem þjóðhàtíð gerir fyrir okkur, þessi upplifun og tilfinning sem aðeins þeir sem hafa upplifað fallegu hátíðina okkar skilja, og einhvernveginn nær hann ásamt Magnúsi �?ór að koma þessum ólýsanlegu tilfinningum og þessari fallegu sögu frá sér í þessu dásamlega lagi.”
Laufey Andersen
�?g hef aðeins þrisvar sinnum í gegnum tìðina fìlað þjóðhátíðarlag við fyrstu hlustun, Lìfið er yndislegt, La Dolche Vita og �?ar sem hjartað slær. Í þetta sinn er sagan sú sama og má alveg fylgja með að gæsahùðin varð svo mikil að ég fann til. Svona eins og gerðist með �?ar sem hjartað slær. Sverrir Bergmann er svo ì þokkabòt minn uppàhalds ìslenski söngvari svo ég er kannski ekki hlutdræg og svo auðvitað elska ég �?jòðhàtið svo mikið að ég fæ kvíða við tilhugsunina að ég verði ekki í dalnum í ár. �?að sem ég elska mest við þjòðhàtìðarlag 2016 er að þeir vinirnir fara svo hàtt upp og krafturinn gerir næstum útaf við mann. Svo góður partur til að hvetja brekkuna með í söng. Mikið sem það verður erfitt að vera ekki í Dalnum í ár.
Elliði Vignisson
Mér finnst þetta lag stór fínt. Reyndar er ég svo hrifnæmur þegar kemur að �?jóðhátíð og nánast öllu sem tengist Vestmannaeyjum. Fæ tá í augun í innsiglingunni í hvert skipti sem ég sigli með Herjólfi þannig að það er ekki alveg að marka mig. �?að er í raun stórkostlegt að við Eyjamenn sem erum 1,3% þjóðarinnar skulum megna að halda þessa stórkostlegu hátíð ár eftir ár og það með þessum stórkostlegu gæðum og metnaði sem koma til að mynda fram í þessu frábæra lagi Halldórs Gunnars. Ekki spillir að myndbandið er kitlandi og vekur eftirvæntingu. Í mínum huga er ljóst að samfélagslegt mikilvægi �?jóðhátíðar fyrir okkur Eyjamenn er gríðalegt. Hún er að mörgu leiti andlit okkar út á við, sameiningartákn okkar og sameinandi gleðistund. �?jóðhátíðin er hinsvegar einnig búinn að skipa sér í sess stærstu menningarviðburða þjóðarinnar þar sem tónlistin er rauðiþráðurinn. �?etta lag og gæði þess er gott dæmi um hversu alvarlega þessu hlutverki er tekið.
Símonía Helgadóttir
�?g veit nú ekki hvað ég á að segja annað en mér finnst það æði, myndbandið frábært og svo mikil gleði, ást, rómantík og hamingja í laginu. Er alsæl með þetta. Yndislegt lagi við fyrstu hlustir og sýn. Hlakka til að heyra þetta í brekkunni.
Sonja Ruiz Martines
Við hlustun í morgun fékk ég gæsahúð og er það næg vísbending á það að þetta verður eitthvað magnað. �?að verður sko koss og knús í brekkunni. Sverrir og Frikki eru svo með þetta
William Tómas Möller
Geðveikt! Nákvæmilega eins og ef ég hefði gert það!
�?jóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2016 má hlusta á
hér.