Í greinargerð fjármálaráðuneytis með hinu nýja frumvarpi um sjómannaafsláttinn, segir: ,,Sjómannaafsláttur hefur lengi verið umdeildur og gagnrýni á hann hefur aukist á undanförnum árum af ýmsum ástæðum”. Ég mótmæli þessu harðlega og held því reyndar fram að þessi ,,gagnrýni” komi úr einni átt og frá mjög fámennum hópi. Þessi hópur heldur til í 101 hverfinu í Reykjavík og þar í kring. Þetta er yfirleitt menntafólk, prófessorar, fólk með doktorsnafnbætur og frjálshyggjupostular af vettvangi stjórnmálanna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst