�?g fór í framhaldi af þessari glæsilegu auglýsingu að velta fyrir mér hvaða fólk það væri sem Framsóknarflokkurinn vildi hafa í svona miklu fyrirrúmi.
· Eru það öryrkjar og aldraðir sem Framsóknarflokkurinn hefur verið duglegur að skerða kjörin hjá undanfarin ár? ( Tryggingaráðuneytið er í höndum Framsóknarflokksins)
· Eru það sjúklingarnir sem þurfa að greiða sífellt hækkandi sjúkraþjónustu, komugjöld o.s.frv.? (Heilbrigðisráðuneytið er í höndum Framsóknarflokksins
· Eru það verkamennirnir við Kárahnjúka sem margir hverjir lifa við aðstæður sem ekki eru mönnum sæmandi? ( Iðnaðarráðuneytið er í höndum Framsóknarflokksins og reyndar félagsmálaráðuneytið líka.)
· Eru það kannski þeir sem eiga vegna ýmissa aðstæðna rétt á bótum úr almannatryggingakerfinu, bótum sem minnka sífellt að verðgildi og eru þess utan skattlagðar? ( Tryggingaráðuneytið er í höndum Framsóknarflokksins).
�?egar ég hafði skoðað málið og nokkur önnur sem unnt væri að nefna komst ég að raun um að ekki gæti verið átt við þetta fólk, þ.e. öryrkjana, hina öldruðu, sjúklingana, verkamennina og þá sem rétt eiga á bótum úr almannatryggingakerfinu. �?að fólk er greinilega ekki í fyrirrúmi. En hverja skyldi þá átt við? Skyldi kannski vera átt við hina 4 glæsilegu Framsóknarmenn sem prýða auglýsinguna sem ég gerði að umtalsefni hér í upphafi.
Ragnar �?skarsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst