Ég hef stundum ekki af ástæðulausu fullyrt að það erfiðasta og leiðinlegasta við hverja utanlandsferð sé ferðin á milli Eyja og Keflavíkur. Ég var einmitt að koma erlendis frá og er ein þeirra sem áttu bókað með seinni ferð Baldurs, sem var verið að fella niður rétt áðan.
Ég hef allan skilning fyrir því að skipstjórnarmenn Baldurs taki ákvörðun um að sigla ekki í veðri sem þeir vita að er hættulegt litlum flóabáti, sem ekki er byggður fyrir skítabrælu úti á ballarhafi,
En nú velti ég fyrir mér hvernig næstu dagar verða. Okkur var boðið pláss númer 9 á biðlista í fyrramálið og sama var með seinni partinn. Við fengum svo “öruggt” pláss á föstudagsmorgun. Nú skilst mér að veðurspá næstu daga sé þannig að ekki sé hægt að tala um neina af ferðum næstu daga sem örugga ferð..
Hvar er plan B, ?
Hvað ef föstudagsferðin sem við eigum bókaða verður ekki farin? À að flytja bílana sem ekki komast með á eftir okkur til Eyja? Er þetta í alvöru boðlegt? Og eigum við svo bara að bíða eftir jarðgöngum?
Kristín Jóhannsdóttir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst