Nú er hvassviðri í Eyjum en vindur á Stórhöfða er 25 metrar á sekúndu en mestu hviður fara upp í 31 metra á sekúndu, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Talsverður munur er hins vegar á vindhraða á Stórhöfða og í Vestmannaeyjabæ en þar er 14 metrar á sekúndu og mestur vindur fer upp í 21 metra.