�?essi spurning var send öllum alþingismönnum Suðurkjördæmis fyrir nokkru síðan í tilefni þess að nýtt kvótaár er gegnið í garð. Aðeins tveir sáu sér fært að svara okkur, Páll Jóhann Pálsson hjá Framsókn var annar þeirra.
Páll Jóhann Pálsson hjá Framsóknaflokki
Hræddur um að þeir stóru verði ofan á með uppboðsleiðinni
�?g er bjartsýnn maður að eðlisfari og trúi því þar af leiðandi að kvótakerfið verði áfram.
Kvótakerfið hefur sannað gildi sitt og gildir þá einu hvort horft er til þjóðarhags, hagkvæmni í rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi eða til að vernda og byggja upp fiskistofna.
Víð Íslendingar erum fljótir að gleyma og því kannski ágætt að rifja upp hvers vegna kvótakerfið var sett á? Hvernig var staðan hjá sjávarútveginum þá? Hvers vegna tóku útgerðarmenn á sig svona mikla skerðingu þegjandi og hljóðalaust eftir að hafa búið við frjálsa sókn í allar tegundir?
Veruleikinn var einfaldlega sá að allt of mörg skip voru að keppast um að veiða úr veikburða stofnum sem héldu áfram að minnka, nánast allar útgerðir reknar með tapi og mjög erfitt var að manna flotann. �?ar til viðbótar þurfti endalausar gengisfellingar til að halda útfluttningsgreinum gangandi. Blákaldur veruleikinn var sá að takmarka þurfti veiðarnar með einhverju móti og þar var aðeins ein leið og hún var sú að fækka skipum.
Hvernig átti að gera það? Hvernig átti að skapa rekstrargrundvöll fyrir þau fyrirtæki sem áfram yrðu í greininni og hvernig átti að gera öðrum kleift að hætta. Annað hvort var að ríkið notaði skattfé borgara til að greiða þeim sem vildu hætta eða að láta þá sem eftir yrðu í greininni borga hina út.
Niðurstaðan varð sú að þeir sem eftir yrðu í greininni og nytu góðs af hagræðingunni greiddu hina út.
Gallinn við þann gjörning var, ef galla skyldi kalla, að hagræðingin varð svo mikil fyrir þá sem eftir voru og upphæðirnar sem þeir fengu sem kusu að hætta útgerð svo háar að almenningi blöskraði og á það sinn þátt í svokölluðu �??ósætti�?? við kvótakerfið.
Reyndar var sóknarmarkið aðeins reynt við hliðina á kvótakerfinu en það reyndist ekki vel og var því fljótlega hætt og sömu sögu er að segja hjá þeim ríkjum sem það hafa reynt.
Í raun er ekki lengur deilt á kvótakerfið sem slíkt, heldur hvernig því er úthlutað og ekki er lengur deilt um hvort eigi að greiða veiðigjald heldur hve hátt það skuli vera.
Uppboðsleiðin hefur mikið verið í umræðunni undanfarið og ég verð að viðurkenna að mér lýst ekki vel á þá leið. �?g er ekki einn af þeim sem trúi á markaðsleiðina í öllum hlutum, ég er einfaldlega hræddur um að þar verði þeir stóru og sterku ofan á og að þeir litlu detti út smám saman því þeir þola verr að bíða eftir næsta uppboði hvort sem það er eftir nokkra mánuði eða ár.
�?ví er ég sannfærður um að kvótakerfið verður áfram um ókomna tíð en hvort það verði úthlutað eftir reynslu eða uppboðsleið eða einhverju öðru þori ég ekki að spá um eða hvort veiðigjöldin verði há eða lá eða kannski bara sanngjörn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst