Á sunnudaginn kl. 19.15 leikur mfl. karla ÍBV sinn mikilvægasta leik á þessu tímabili gegn Fjölni á Hásteinsvelli. ÍBV hefur náð að rétta vel sinn hlut í deildinni í undanförnum leikjum og liggur mikið við að liðið haldi áfram að leggja sig fram og bæta sinn leik. Því skiptir stuðningur við liðið okkar miklu máli og þess vegna hvet ég bæjarbúa til að fjölmenna á völlinn á sunnudag og láta vel í sér heyra á jákvæðan hátt.
Við notum vefkökur til að gera upplifunina þína á vefnum okkar sem besta. Ef þú heldur áfram að nota síðuna, þá gerum við ráð fyrir að þú sér sátt/sáttur við það.OkPrivacy policy