Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er eftirfarandi hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum. Sambandið hvetur ríkisstjórn og Alþingi að gera viðeigandi ráðstafanir svo þær verði að veruleika. Stjórn sambandsins mun áfram fylgjast vel með áhrifum þessa samdráttar og móta frekari tillögur að viðbrögðum sveitarfélaga eftir því málum vindur fram.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst