Jóhanna Finnbogadóttir vill gera sitt til að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda vegna efnahagsástandsins í landinu. Aldrei hafa eins margir leitað á náðir hjálparsamtaka eftir mat og öðrum nauðsynjum. Hún hvetur alla bæjarbúa sem eru aflögufærir til að gefa smákökur sem þeir annað hvort baka sjálfir eða kaupa í bakaríum Eyjanna og gefa til Fjölskylduhjálparinnar í Reykjavík. Tekið verður á móti kökunum í Arnardrangi við Hilmisgötu, húsnæði Rauða krossins, í dag, þriðjudaginn 15. desember milli klukkan 17.00 og 20.00.